Ég hef eiginlega ekki farið úr þessum fötum síðan ég keypti þau! Engar áhyggjur, ég skipti reglulega um nærföt.
Þykkar peysur og leðurbuxur hafa lengi verið mitt “go-to” lúkk á haustin og veturna, en buxurnar eru úr gervileðri og með smá blúndu neðan á. Peysan er ótrúlega mjúk og hlý. Meira bið ég ekki um!
Skóna fann ég í Barcelona eftir langa leit að flottum “vegan leðurskóm”. Þeir minna smávegis á Dr. Martens Jadon týpuna (sem ég hef horft á lengi!), en á viðráðanlegra verði. Það tók mig svona 2 daga að ganga þá til, en þeir gefa klárlega eftir. Aftan á þeim er skemmtilegur díteill (jább, ég sagði það), sem lítur út eins og septum hringur.
Já og svo keypti ég mér grasker í Nettó áðan. Það fékk að vera með. Dýri er einstaklega hrifinn af því!
Peysa – Zara
Buxur – Zara
Skór – Pull & Bear
Kápa – H&M (í fyrra)
Hattur – Eldri en fjöllin.
Takk fyrir að vera instagram husband Toggi!
xx